<$BlogRSDUrl$>

16.5.07

Mar á að passa sig á fólki. Lexía dagsins.

Annars langar mig í Tröntemuller eða hvernig sem á að skrifa þetta. Síðustu tvö kaup í Smekkleysubúðin ekki nógu vel heppnuð.

Las Viltu vinna milljarð og fannst hún ágæt. Keypti svo eina eftir tyrkneska nóbelskáldið og einn skammt af Rubus hans Ian's Rankin.

11.5.07

Just-eat.is er nú meiri svikamyllan. Ég var að afpanta mat sem átti að vera kominn fyrir rúmum klukkutíma. Frekar fúlt.

24.3.07

Ég hef alltaf haft tröllatrú á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hef blásið á gagnrýni um pólitíska hlutdrægni í gegnum tíðina. En ekki lengur. Ég þekki vel til eins fréttaefnis þessa dagana og veit að öllu er snúið á hvolf af fréttamanninum sem um málið fjallar. Í gær var hann með rangtúlkun á staðreyndum í frétt sinni og í dag hefur hefur verið búinn til vondur punktur um málið og sá punktur gerður að fyrirsögn fréttarinnar. Ég held reyndar að allar viti bornar manneskjur sjái í gegnum fréttaflutning dagsins í dag. Þetta eru vonbrigði. Og lexía.

11.12.06

Ég og pabbi fyrir utan Vanabyggðina. Takið eftir því að það eru eins kerrur fyrir utan okkar íbúð og þá næstu. Þetta er nefnilega á þeim tíma þegar vöruúrvalið var ekki svo mikið. Og allir krakkarnir í hverfinu voru á eins þríhjólum (þessum rauðu með hvítu sætunum). Eins og sést af þessari mynd og ennbetur af öðrum eldri hefur fatastíll minn nokkurn veginn haldið sér frá barnæsku.

Stígvélaði kötturinn.

8.12.06

Mm ba ba de
Um bum ba de
Um bu bu bum da de
Pressure pushing down on me...
- David Bowie og Queen

Fleiri orð ekki þörf um daginn í dag...

1.12.06

Fékk diskana mína og er búin að kaupa marga aðra. Mæli með "Look! It's El Perro Del Mar!" með El Perro Del Mar. Hlustið á lag nr. 10 "I can't talk about it" ca. 10 sinnum í röð, eins og ég og Bríet gerðum í gær, og lífið verður enn betra.

30.10.06

Hef leitað um borg og bæ að Tindersticks II og tónlistinni úr Maríu Antoniette. Ætla að nú að gefast upp á tilraunum mínum við að styðja við bakið á íslenskum músíkkaupmönnum og panta þessa diska af netinu. Keypti mér hins vegar Lay Low í sárabætur í gær. Ekki alveg að gera sig, nema lagið sem hefur mest verið spilað. Gæti þýtt að hér sé enn einn snillingurinn á ferð...Sjáum til hvað Lovísa Sigrúnardóttir gerir í framtíðinni.

Held annars að það vanti nokkrar blaðsíður í mig. Sem getur verið gaman.

29.10.06

Fyndin þessi öfund Dana og tortryggni í okkar garð. Er annars tekið mark á fjölmiðli sem er með "síðustúlku"?

26.10.06

Getur einhver sagt mér hvað varð um Kidda í Hljómalind?

Ég og minn maður erum dottin í nammiát. Gaui tölvumaður mætti einn daginn með bland í poka í vinnuna, og ég er búin að vera stjórnlaus síðan. Nammi nammi nammi nammi.

22.10.06

Mér líður voðalega mikið eins og ég sé mætt aftur á svæðið. Andlega, en líka hinsegin. Í dag passaði ég til dæmis í fyrsta skipti eftir barnsburðinn í uppáhalds gallabuxurnar mínar (frá Joe's by the way). Það vita allar mæður hvaða tímamót það eru. Já, ég er hégómagjörn.

Mæli með "Love and Youth" - Jenny Wilson. Þessi sænska stelpa átti að spila á Airwaves en þurfti að afboða sig vegna óléttu. Hún er snillingur. Diskurinn er settur af stað þegar við vöknum á morgnanna og er svo spilaður allann daginn....

20.6.06

Maggi og Rawn sinntu hlutverkum sínum með miklum ágætum...

Jón Björn hinn sæti

Bríet og Jón Björn voru súper glöð að hittast loksins...
Gúdígúdígúdds segir Bríet og reynir að kitla Lilju (en svo var peysukraginn á milli...)

16.6.06

Ég er svona hér um bil tilbúin að lýsa yfir hvað er mitt allra mesta uppáhald...Jolene í flutningi The White Stripes...má nálgast hér (videó)...http://www.whitestripes.com/video/video.html

12.1.06

Sælt veri fólkið. Við erum búin að opna á heimsóknir. "Reglurnar" sem við fengum frá lækninum hennar Klemmu og ungbarnaeftirlitinu eru þessar: Fullorðnir og stálpuð börn mega koma í heimsókn sem lengi sem ekki er um neins konar sýkingar að ræða, svo sem kvef eða hálsbólgu. Ekki má vera minnsti vottur af slíku, enda getur nefrennsli í stálpuðu barni orðið að hættulegum veikindum hjá Klemmu. Þá er alveg bannað að "kyssa stelpuna 40 sinnum á sitt hvora kinnina", eins og Hörður læknir orðaði það. Börn á leikskólaaldri fá ekki að koma í heimsókn fyrr en í sumar. Þannig er nú það, mun frjálslegra en við bjuggumst við og það er léttir að horfa ekki fram á hálfgerða einangrun næstu mánuði. Já, eitt að lokum, það verða allir sem koma inn í húsið að byrja á að þvo sér um hendurnar, eða fá hjá okkur sótthreinsandi gel. Það er margoft búið að ítreka þetta við okkur af vökudeildinni og ungbarnaeftirlitinu, þannig að það verður engin miskunn!

8.12.05

Sælar elskurnar. Ég ætla að leyfa Magga að sjá um að segja fréttir af litlu ástinni okkar. Ég ákvað að skjóta út færslu vegna heimsókna, enda nokkuð mikið spurt um þær.

Sem stendur eru heimsóknir takmarkaðar við foreldra og systkini (það er að sjálfsögðu átt við foreldra og systkini litla barnins, ekki foreldra og systkini foreldra litla barnsins). Þetta er vegna mikils álags á deildinni, sem ég sé ekki betur en að verði viðvarandi um einhverja hríð. Þegar heimsóknir eru leyfðar á annað borð eru þær mjög takmarkaðar, og í raun er ætlast til eða mælt með að foreldrar velji að einungis sá sem veitir þeim sérstakan stuðning á meðan barnið er á vökudeild komi í heimsókn. Það á ekki við í okkar tilfelli, við erum til að mynda ekki með tvíbura sem þarfnast umönnunnar tveggja, eða einhvern heima hjá okkur sem er að sjá um heimilið og systkini barns. Auðvitað kemur það fyrir að foreldrar eru að semja við hjúkrunarfræðing annað, en við munum ekki gera það. Það er alveg nóg stress að hafa áhyggjur af því sem við sjálf erum að bera þarna inn, bæði vegna Klementínu (sem er mun viðkvæmari en ég gerði mér grein fyrir fyrst) og allra hinna litlu barnanna sem þarna eru. Það má ekki gleyma því að inni á deildinni er gjörgæsludeild og fyrirburar sem geta verið allt niður í 2 merkur, og það er stöðugur gangur á milli mismunandi hluta deildarinnar. Fyrirburar og léttburar (sem Klemma er aðallega þó hún sé líka fædd nokkuð fyrir tímann) fæðast ekki með sömu mótefni og fullburða börn. Fullburða börn hafa tiltekið magn í líkamanum sem fer úr þeim á fyrstu mánuðunum, en á sama tíma eru þau að byggja um mótefnaforða sem þau fá úr brjóstamjólk. Fyrirbura og léttbura vantar hins vegar þessar birgðir sem fullburða börn hafa í byrjun. Vegna þessa eru heimsóknir á heimili eftir heimkomu barnsins líka mjög takmarkaðar og jafnvel bannaðar. Ungbarnaeftirlitið metur fyrir okkur hvernig þessu verður háttað, og fær allar viðeigandi upplýsingar þegar þar að kemur frá lækni Klementínu upp á vökudeild. Ef heimsóknir verða leyfðar eitthvað í Mávahlíðina þurfa allir sem koma þar inn fyrir dyr að byrja á að þvo sér vel um hendurnar, meira að segja þó þeir komi ekki við Klemmu. Síðan mega engin börn koma inn á heimilið og alls ekki fólk með kvef eða hálsbólgu, eða aðrar sýkingar. Ég veit að fólk á erfitt með að skilja þetta og vill fá að sjá heimsins sætasta barn, en við biðjum bara um skilning á því að við munum alltaf láta heilsu og velferð Klemmu ganga fyrir þörfum og löngunum aðstandenda okkar. Að sjálfsögðu látum við vita hvað ungbarnaeftirlitið segir um leið og við á, og þangað til munum við leggja okkur fram um að birta myndir á vefnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?