<$BlogRSDUrl$>

30.10.06

Hef leitað um borg og bæ að Tindersticks II og tónlistinni úr Maríu Antoniette. Ætla að nú að gefast upp á tilraunum mínum við að styðja við bakið á íslenskum músíkkaupmönnum og panta þessa diska af netinu. Keypti mér hins vegar Lay Low í sárabætur í gær. Ekki alveg að gera sig, nema lagið sem hefur mest verið spilað. Gæti þýtt að hér sé enn einn snillingurinn á ferð...Sjáum til hvað Lovísa Sigrúnardóttir gerir í framtíðinni.

Held annars að það vanti nokkrar blaðsíður í mig. Sem getur verið gaman.

29.10.06

Fyndin þessi öfund Dana og tortryggni í okkar garð. Er annars tekið mark á fjölmiðli sem er með "síðustúlku"?

26.10.06

Getur einhver sagt mér hvað varð um Kidda í Hljómalind?

Ég og minn maður erum dottin í nammiát. Gaui tölvumaður mætti einn daginn með bland í poka í vinnuna, og ég er búin að vera stjórnlaus síðan. Nammi nammi nammi nammi.

22.10.06

Mér líður voðalega mikið eins og ég sé mætt aftur á svæðið. Andlega, en líka hinsegin. Í dag passaði ég til dæmis í fyrsta skipti eftir barnsburðinn í uppáhalds gallabuxurnar mínar (frá Joe's by the way). Það vita allar mæður hvaða tímamót það eru. Já, ég er hégómagjörn.

Mæli með "Love and Youth" - Jenny Wilson. Þessi sænska stelpa átti að spila á Airwaves en þurfti að afboða sig vegna óléttu. Hún er snillingur. Diskurinn er settur af stað þegar við vöknum á morgnanna og er svo spilaður allann daginn....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?