<$BlogRSDUrl$>

10.9.03

Rúna var í símanum, löffatal. Ég er nú bara með 3 kommur, ekki svo alvarlegt.

Þegar ég var krakki á Akureyri tók ég mér stundum frí í skólanum til að lesa upp í rúmi og horfa svo á sjónvarpið. Fríið manúfakteraði ég með því að segja við mömmu að ég væri slöpp að kvöldi til. Þá var standardinn sá að mæla mig eins og vera ber. Um leið og mamma var farin úr herberginu (af einhverjum ástæðum sat hún aldrei hjá mér á meðan ég var að mæla mig) tók ég mælinn úr munninum og skellti honum á ofninn, sem var rétt við höfðalag rúmsins. Stundum skaust mælirinn fullmikið upp og þá þurfti ég að hrista hann niður um nokkrar kommur. Markmikið var að vera yfir 5 kommum,svo ég teldist raunverulega veik, og undir 10 kommum, svo þetta yrði ekkert stórmál. Enn þann dag í dag finnst mér ég ekki vera veik ef ég er með undir 5 kommum.

Ég er með hálsbólgu og ég er slöpp. Ógeðslegt.

Skilaði af mér greininni sem ég hef verið að skrifa frá ágúst byrjun rétt í þessu, jíbbí. Sá fram á að eyða 3 laugardögum í viðbót í greinarskrifin, og mér líður mjög vel að vera laus við hana í bili, þangað til hún kemur til baka úr yfirlestri.

Síminn!!

6.9.03

Næstu plötukaup: Nýjustu plötur Stereophonics og Neil Young. Heyrði að nýja Neil Young platan væri góð og tek andköf þegar ég heyri "Maybe Tomorrow" með Stereophonics. Hef annars verið að hlusta á N.E.R.D., 50 cent og Mars Volta. Er alveg tryllt yfir þessu öllu, en þó mest Mars Volta - hjarta mitt slær hraðar.... Svo rataði safndiskur SH draums í bílaspilarann í daginn og lag nr. 18, eitt af mínum allsherjaruppáhöldum er ansi oft búið að blasta. Maggi vill drífa sig niður á Austurlandahraðlestina. Ég er farin.

Ó guð, var þetta svo bara tilraunastarfsemi. Sjáum til. Ég þarf að passa mig á að refsa mér ekki fyrir að vera ekki alvöru bloggari.

Ég fór að sjá Magdalenu systurnar í dag. Meistaraverk. Ég var svo reið við allan heiminn á meðan myndinni stóð. Svona ógöngur komum við okkur í þegar við leyfum frelsissviptingar án dóms og laga, virðum ekki mannréttindi og númer eitt, tvö og þrjú: umberum kúgun kvenna.

Ég er búin að vera við vinnu í mánuð núna, og hef farið að mörgu leyti í sama farið og áður, en tekist ágætlega að passa upp á að eiga eitthvað félagslíf og að hreyfa mig. Finn þó að forgangsröðunin getur mjög auðveldlega hallað á sjálfa mig.

Bæjó,
Hjördís


This page is powered by Blogger. Isn't yours?