<$BlogRSDUrl$>

16.3.05

Gjörið svo vel og takið eftir! Við erum búin að skila skattframtalinu! Var reyndar lítið mál þar sem við erum ekki lengur á milli Íslands og Svíþjóðar í skattalegum skilningi, og þar sem allt lá fyrir á sínum stað sem þurfti til að fylla dótið út. Ég er nú samt að springa úr hamingju yfir þessu framtaki.

Við fórum á árshátíð LMFÍ á laugardagskvöld. Það var bara gaman. Sálin að spila og fáir mættir, þannig að árshátíðin varð að litlu einkapartýi. Uppákoman var reyndar öll fremur súrrealísk, en látum það liggja á milli hluta.l

Er búin með Alias Grace og einnig Property. Báðar fínar. Ég er ekki viss um að ég hefði sjálf keypt þessar bækur, sem báðar gerast á 19. öldinni (held ég!) í N-Ameríku, en mér finnst það hins vegar alveg týpiskt fyrir bókaeigandann að gera það.

5.3.05

Nýjustu geisladiskarnir á heimilinu er "I believe in this" með Þóri og "R&G" með Snoop Dogg. Mjög fínir báðir, en það er áberandi best hjá Dogg sem Pharrell kemur nálægt. Pharrell er einn af tveimur súperstjörnum í tónlistarlífinu í Los Angeles þessa daganna, vinsæll pródúser og er búinn að spýta frumleika inn í tónlist ansi margra undanfarin ár. Annars væri ég til í að setja Snoop Dogg og Björk saman í stúdío og sjá hvað kæmi út úr því. Mér finnst það líka skemmtileg tenging á milli diskanna að Þórir tekur snúning á "Hey Ya" eftir Andre 3000, sem er hin súperstjarnan í tónlistarlífinu í Los Angeles.

Fórum á Akureyringadjamm á Kaffi Viktor í gærkveldi. Alveg fáranlegt að sjá allt þetta fólk. Sumt af því hafði ég ekki séð í meira en 10 ár. Ég hafði bara mjög gaman af þessu en hefði samt ekki viljað vera mínútu lengur en ég var.

Í kvöld förum við svo í þrítugsafmæli hjá Önnu Kareni. Það má búast við múgi og margmenni í afmælinu, þar á meðal stórum parti af fjölskyldunni. Ég býst við hasarpartýi. Meira um það síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?