<$BlogRSDUrl$>

30.4.04

Það standa engin haldbær rök til þess að banna fyrirtæki sem er í markaðsráðandi stöðu að eiga í fjölmiðli, og það standa engin rök til þess að banna fyrirtæki sem stundar óskyldan rekstur að eiga í fjölmiðli. Ef markmiðið er að koma í veg fyrir að fjölmiðlar safnist á eina hendi er einfaldast að banna markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði (og ganga þannig á svig við samkeppnislög sem banna einungis misnotkun á markaðsráðandi stöðu), eða setja upp girðingar við því hvað sami aðili má eignast marga fjölmiðla. En þar sem fjölmiðlafrumvarpinu er ekki beint gegn því að fjölmiðlar safnist á eina hendi, heldur gegn Baugi, er ekki hægt að fara þessa leið. Og auðvitað fer 2 ára fresturinn í bága við stjórnarskrá. Og það leiðréttir ekki brotið með neinum hætti þó bætur séu borgaðar - lögin verða eftir sem áður í bága við stjórnarskrá og því ættu dómstólar til dæmis að víkja þeim til hliðar. Og af hverju líðst mönnum að nota almannafé til að borga fyrir ólögmætar ákvarðanir sínar, án þess að bera neina pólitíska ábyrgð. Hvað er búið að koma mörgum úr opinberum stöðum með því að gera starfslokasamninga sem engin heimild er fyrir? Af því að menn vilja koma hinum og þessum í burtu?

Úpps. Maður með sítt hár og í rokkaraleðurjakka, og meira að segja í svörtum gallabuxum, að labba framhjá glugganum mínum. Eru svona grey ennþá til?

29.4.04

Ja man.

Ég neyddist til að fara í okkar hræðilegu geymslu til að leita að gögnum. Fann þau ekki, en datt ofan í gömul bréf og dagbækur sem ég hélt frá því að ég var 11 ára og þangað til ég var 17 ára. Ein færslan frá því að ég var 14 ára var um framtíðarplönin. Ég ætlaði að læra lögfræði, og taka fjölmiðlafræði sem aukafag. Eftir lögfræðipróf ætlaði ég að klára flugmannsréttindi í millilandaflugi! Og eignast síðan 2 börn, og fara út á atvinnumarkaðinn þegar yngra barnið væri orðið 4 ára gamalt. Eða sleppa börnum og fara beint að vinna. Ekki lítið metnaðarfull framtíðarplön. Ótrúlega margar færslur um þennan og hinn sem ég var hrifin af og taldi mig ekki eiga neinn sjens í, og svo um aðra sem voru hrifnir af mér og ég hafði engan áhuga á. Um einn slíkan skrifaði ég: "... er loksins hættur að ofsækja mig og er farinn að ofsækja Kristínu Ó. í staðinn. .... er ógeðslegur, viðbjóðslegur og hræðilegur." Það munaði ekki um það.

23.4.04

Fór inn á gamlan umræðuvef árgangsins míns úr MA. Verið var að skipuleggja júbílantahátíð og Gulli vinur minn kom með færsluna hér fyrir neðan. Þetta er sennilega óskiljanlegt fyrir alla aðra en Akureyringa á sama aldri og ég, en ég grenjaði úr hlátri (nei ég er að ljúga, en ég hló samt) þegar ég las þetta:

...Tek undir partíinskíáhyggjur Effsins. Við getum náttúrulega bara fengið okkur kók í SVA skúrnum á malarplaninu við ráðhústorgið, farið á rakarastofununa fyrir norðan skúrinn, eða húsgagnaverslunina fyrir austan skúrinn. Jafnvel hægt að taka nokkra lauflétta tölvuleiki á billanum þarna sunnan við skúrinn. Þegar öllu þessu er lokið er tilvalið að vera flott á því og fara upp á efri hæðina á Uppanum og fá sér pizzu, fá sér svo sæti í avantgarde bíóstólum á neðrihæðinni og fá sér eitt stykki af því allra nýjasta: BJÓR, helst lövenbrá. Vera kannski búinn að fara í KEA við torgið og kaupa nýlenduvörur til öryggis. Svo væri gott að ljúka kvöldinu með að fara á ball með t.d. nýdanskri í 1929. Þeir flippuðu geta svo farið að klifra í grenitréinu á torginu, en hinir fara bara bakvið Búnaðarbankann að míga.

Með nostalgíukveðju
Gunnlaugur Fr.

Ligg upp í sófa og hlusta á Disintegration með The Cure. Það eru mörg snilldarverk á þessum disk, meðal annars Pictures of You. Eitt af því besta við diskinn (...plötuna) er hvað trommusándið er hrátt og einfalt.

Vikan er búin að vera ágæt. Ég tók að mér að vera í þeim hópi sem talar og/eða verður í panel á næsta Þingvallamálþingi. Það er reyndar einungis nokkrum dögum eftir að ég á að vera búin að skila af mér grein til Svíþjóðar - sem ég er búin að leyfa að hanga yfir mér eins og mara mánuðum saman.... Er ég örugglega ekki sama konan og ætlaði að læra að segja neiiiiiiiiiii? Kannski ekki, ég gæti verið allt önnur manneskja.

Er loksins að verða búin með ævisögu Katharine Graham - komin að Watergate hneykslinu. Það er stórmerkilegt að vera að lesa akkúrat þessa dagana um aðfarir Nixon og hans stjórnar að Washington Post og tengdum fjölmiðlafyrirtækinum þegar blaðið var að fjalla um Watergate og ljóstra upp hinu og þessu. Atgangur ríkisstjórnarinnar að fjölmiðlum Baugs minnir á þessar lýsingar - þó forsendurnar séu reyndar aðrar.

Las annars miður geðslegt örviðtal við Davíð Þór einhversson, spúsa Katrínar Jakobsdóttur. Minnti mig á hvað allt er vaðandi í illa dulbúnu gyðingahatri hérna.

Tútílú...


22.4.04

Sáum Kill Bill Vol. 2. Sehr gut. QT er snilli.

20.4.04

...Open Arms með Journey er samt of korní

Heat of the Moment með Asia. Uppáhald þessar mínúturnar...

17.4.04

Blogger er greinilega lasinn þessa daganna. Hvað um það ég blogga samt. Ákvað að skella mér í undirbúningsnefndina, fínt að gera eitthvað nýtt og vonandi kemst ég til Stokkhólms fyrir bragðið.

Ég keypti mér föt (sem eru ekki til nota í vinnu eða útivist) í fyrsta skipti í langan tíma. Keypti meira að segja tjúttskó. Allt rosa fínt - dökkblár mínítrench með stuttum ermum (er hægt að vera í einhverjum innanundir sem skagar niður úr, síðari ermum s.s???), hvítar kvartbuxur al la Capri árið 1965, og hvíta hælaskóla með svörtum hæl al la 1983. Já svo keypti ég rauðar sokkabuxur til að vera í við marglitann kjól sem ég keypti 2002 og er æðislegur.

Framundan er að rífa sig upp og skokka pínulítið, hitta kannski Lilju vinkonu niðri í bæ, og svo er árshátíð hjá saumaklúbbnum mínum í kvöld. Árshátíðin byrjar í Laugum seinni partinn, þar sem við ætlum að marinerast í allskyns gufum og pottum og sturtum, og svo verður haldið á la prima vera. Vonandi næ ég síðan að hitta aftur á Lilju seinna um kvöldið - það er ekki svo oft sem hún kemur á klakann.

15.4.04

Hvad skal man göra? Ég var beðin um að vera í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnu í Stokkhólmi 2005. Nenni ekki að vinna þessa vinnu, en þetta er gullið tækifæri til að troða sér til Stokkhólms. Ég þarf að ákveða mig í kvöld...

14.4.04

Og meira!

Ayurveda Body Type Test

Hjordis, the body type you were born with is called Pitta-Vata in Ayurvedic medicine.

This means that most likely you have a medium bone structure and a regular metabolism. However, your body type does include secondary characteristics of the Vata type, which may influence you to be articulate and watchful. Your constitution also leads us to believe that you are both driven and competitive.

A key component to an Ayurvedic lifestyle is to eat, live and interact with the world according to your natural body type. In relation to eating, Primary Pitta types should be eating foods that taste pungent, sour, or salty.


Og nú tók ég próf um hvers konar fyrirtækjamenningu ég ætti heima í...

Hjordis, you'll thrive in a corporate culture that allows you to be a Stabilizer

Others can breath a sigh of relief when you're around because you're so reliable. You thrive in environments that have a sense of structure to them, and you're probably known as someone who is solid and can take care of yourself. You also have a good sense of how well you're doing at work and are typically loyal to the companies you work for.

But you won't get far if you're working for a company that's not based on a system that values your contributions. What kind of work environment will really let you shine?

Það er nú það....


grrrrrrr.

Er það sem sagt í lagi að Davíð Oddson rífi kjaft við ESA og segi allt þeim að kenna en ESA megi ekki svara fyrir sig? Á hann að geta sýnt furðulega óvirðingu við eftirlitsstofnun og hugsanlega ljúga upp á hana, án þess að hún svari fyrir sig. Þetta er að fara út yfir allt. Björn Bjarnason sýnir lögunum óvirðingu og brýtur þau af ásetningi, og segir síðan lögin vera bull þegar hann fær á baukinn fyrir eigin misgerðir. Og fer svo með rangt mál í fjölmiðlum um inntak jafnréttislaga og hvernig farið hefur með úrskurði kærunefndar í dómstólameðferð. Og bullar síðan um það að það eigi að vera hægt að fara með úrskurði nefndarinnar fyrir félagsmálaráðherra! Úrskurði hvaða sjálfstæðu kærunefndar er hægt að fara með fyrir ráðherra? Engrar sem ég man eftir, enda væri þá enginn tilgangur í því að vera með sjálfstæðar kærunefndir! Þetta er svo sem allt í stíl við viðbrögð Davíðs við fyrri kvótadómnum, þegar hann úthúðaði Hæstarétti í sjónvarpinu. Þessir spilltu ekki-leiðtogar átta sig sennilega ekk á því hvað það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið að ráðamenn sýni virðingu fyrir lögunum og úrskurðum stjórnvalda og dómstóla. Þessir menn eru að verða ógnun við réttaröryggi. grrrrrr.

13.4.04

Ég er eitthvað biluð, ég byrjaði á að taka greindarpróf á Tickle og gat svo ekki hætt. Ég veit ekki hvað þetta tók langan tíma. Ég fékk 124 og þessa umsögn:

Congratulations, Hjordis!
Your IQ score is 124

This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.

Your Intellectual Type is Word Warrior. This means you have exceptional verbal skills. You can easily make sense of complex issues and take an unusually creative approach to solving problems. Your strengths also make you a visionary. Even without trying you're able to come up with lots of new and creative ideas. And that's just a small part of what we know about you from your test results.

Ég tímdi hins vegar ekki að kaupa 15 bls. niðurstöðu. Ég fékk hins vegar áfall þegar ég sá töluna, og hélt að ég ætti að vera með miklu hærra. Eyddi þess vegna næstum því jafnlöngum tíma í að finna upplýsingar um hvernig túlka eigi stig í svona prófum og rakst þá, mér til mikillar gleði á þetta:

Half of the population have IQ’s of between 90 and 110, while 25% have higher IQ’s and 25% have lower IQ’s:

Descriptive Classifications of Intelligence Quotients

IQ Description % of Population
130+ Very superior 2.2%
120-129 Superior 6.7%
110-119 High average 16.1%
90-109 Average 50%
80-89 Low average 16.1%
70-79 Borderline 6.7%
Below 70 Extremely low 2.2%

Hjördís Superior (en ekki very superior, andsk....)

...og fyrir þá sem ekki skilja lummusnilld þá er það eitthvað sem er svohallærislegt að þú ferð að hlægja þegar þú manst eftir því, en svo eftir smástund ferðu að hugsa um hvað það sé í raun ótrúlega töff í öllum sínum hallærislegheitum. Dæmi um eitthvað sem mun aldrei ná þeim status að verða lummusnilld: Phil Collins. Skilur þú núna?

... og Van Halen líka. Er reyndar ekki 100% í samræmi við skilgreininguna mína hér að neðan, en samt.... Ótrúleg lummusnilld...

10.4.04

Ég þarf að eignast einhverja diska með ABBA og BeeGees. Þar sem geisladiskar flæða út um alla íbúðina hjá okkur væri ég samt líka til að eiga þessa tónlista bara inni tölvunni, sjónvarpinu, eða bara inn í geislaspilaranum. En.... þar sem ég er alfarið á móti öllum ólöglegum tónlistarveitum og þjófnaði á tónlist verð ég bara að bíða enn um sinn eftir þeirri breytingu og halda áfram að fylla íbúðina af geisladiskum. Sem er allt í lagi. Lífið hlýtur að vera ótrúlega ljúft ef maður þarf að spá í hvað geisladiskarnir manns taka mikið pláss....

Við erum búin að vera svakadugleg, rigga upp einu eldhúsborði og mála alla gluggana að utan, líka í sameigninni, halda mini matarboð og nú sitjum við í stofunni og lærum og vinnum (og bloggum smá, he he). Við keyptum páskaegg af stærstu gerð, nr. 7, handa börnunum í sjálfum okkur, og ég stend mig að því að stara á það í tíma og ótíma. Framundan er að fara í bláa lónið, kannski með Lindu, Ása og dætrum, og kannski borðum við með Frikka og Þórgunni, eða mér heyrðist að alla vega vera planið. Jæja, best að byrja aftur að vinna...

8.4.04

Ég og minn maður eigum okkar uppáhaldsgömlukonu hér í Reykjavík. Ég ætla að giska á að hún sé 78 ára gömul. Við vitum ekkert hvað hún heitir, en hún er oft í Laugardagslauginni og stundum sjáum við henni bregða fyrir á götum Reykjavíkur, annað hvort með hvítt sítt hárið flaksandi í vindinum eða í hnút uppi á höfðinu. Hún er alltaf töff klædd, stundum örlítið skrýtið klædd, og engan vegin líkt jafnöldrum hennar. Maggi hefur líka rekist á hana á göngum MH, þannig að hún hefur eitthvað verið þar í kvöldskóla. Við vorum að horfa á Fólk með Sirrý með öðru auganu og þá var verið að kynna til sögunnar eldri konu, bóhem sem hefði kennt jóga o.s.frv. og vorum sannfærð um að það væri hún. Ég var svaka spennt að því að komast að því hver saga þessarar konu væri - en... svo var þetta bara alls ekkert hún.

Ég ætla ekki að skrifa um dagskránna fyrir páskana....


6.4.04

Nú er ég alveg dottin í ameríska eightís músík. Núna er það Def Leppard. Tek það fram að þetta er bara einhver heimatilbúningur í mér hvað fellur undir þetta hugtak - ég er eiginlega að hugsa um allt sem varð aldrei vinsælt í Evrópu, er svakalega amerískt, en líka svakalega eightís. Def Leppard er ekta þannig. Og Journey....

4.4.04

tiger
you're the irresistably wild tiger. you live free
and no one without a gun messes with you.


what kindave animal r u? the cutest* pics!!! :D
brought to you by Quizilla

Horfðum á söngkeppni framhaldsskólana í gærkvöldi. Margt ágætt, annað verra. Sigurflutningurin var tær snilld og mig langar að heyra "Ég er svo græn" nuunaa.

Ég er búin að kryfja sófaborðið í gegnum símann með Önnu Kareni og Höllu systir. Það fær að vera. Talaði annars við Elvar Orra í dag, sem sagði mér að hann hefði fengið vöfflur með sultu og sykri hjá afa sínum í dag. Ég spurði hvort það væri ekkert of mikið af vera bæði með sultu og sykur á vöfflu en hann hélt nú ekki, enda bara 4 ára gamall.


3.4.04

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Í stofu okkar er mætt borð. Sófaborð. Við erum ekki viss með þetta, óvissukjúklingur í okkur eins og vanalega. Við erum búin að leita að sófaborði í ca. 200.000 ár (og eldhúsborði, sjónvarpseinhverju, óhreinatauskörfu og hægindastól í forstofuna) en duttum niður á eitt í dag sem við skelltum okkur á. Borðið er úr Habitat, úr járni og gleri. Stærðin er mjög fín en það er ekki sú hirsla sem okkur vantaði. Við erum búin að sitja og stara á þetta borð í klukkutíma núna og erum engu nær. Vildi að ég gæti stefnt Höllu systir, Önnu Karen frænku og ca. 10 öðrum álitsgjöfum hingað í ca. 10 mínútur. Tja....

Keyptum líka óhreinatauskörfu sem reyndist vera gölluð - vantaði fjögur prik. Og alls konar dót annað rataði hingað heim í dag. Útikollur sem hægt er að tilla sér á þegar kofi annan mætir í heimsókn. Maggi er strax búinn að lýsa því yfir að þetta sé stóllinn hans.

Horfðum á 24 Hour Party People á RÚV í gær. Mjög fín. Ég missti af henni í bíó Svíþjóð í fyrravetur - spái því að hún hafi ekki verið sýnd í bíó hér. Veit það ekki. RÚV stendur sig sæmilega í því að sýna cult myndir. Annað slagið sýnir RÚV nefnilega einhverja snilld sem kom í bíó í örfáa daga eða kom alls ekki og fer heldur ekki á videoleigur - Rushmore og Donnie Darko eru dæmi um það. Og mína uppáhaldsmynd, Harold og Maude eftir Hal Ashby, sá ég fyrst á RÚV. Reyndar var ég ca. 10 ára...

1.4.04

Eitt af mínum allra uppáhaldslögum þessa dagana er Don't Stop Believin' með Journey. Lagið kom út árið 1981, á plötunni Escape. Ég er ekki frá því að það hafi verið notað í myndina Monster.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?