<$BlogRSDUrl$>

21.9.05

Fengum engar myndir af Klementínu í morgun. En hún leit vel út og og ég sá varirnar hennar og nebbann vel. Ég sá hana meira að segja smjatta.

19.9.05

Klementína er búin að eignast sín fyrstu föt. Fékk þau frá tengdó. Eitt stykki rauður Henson galli, rauður bolur og gallabuxur. Og svona litlir prjónaskór. Allt voða sætt, en það er dálítið undarlegt að horfa á fötin og átta sig á að því að það sé í raun og veru lítill einstaklingur á leiðinni sem eigi þau.

18.9.05

Ég er byrjuð að lesa Until I find you eftir John Irving. Lofar góðu. Við sáum lokasýningu Rambó 7 í gær. Ég er ekki enn búin að gera upp hug minn um hvað mér fannst. Er að spá í að byrja í meðgöngujóga. Verst að það er bara boðið upp á hádegiskennslu þar sem ég hef áhuga á að fara í þetta dót. Sé til.

8.9.05

Rakst á þessa mynd í geymslunni í gær. Þetta eru ég og Lilja Björk með Jón Ragnar á milli á okkar, líklega 1980 eða 1981. Ég og Lilja vorum svona samlokuvinkonur fram eftir öllum aldri og erum núna komnar nákvæmlega jafn langt á leið með okkar fyrstu börn. Spáið í það.

6.9.05

Nýjustu myndirnar af Klementínu Magnúsdóttur.

3.9.05

Komin heim frá Stokkhólmi. Náði ekki að hitta neina vini og kunningja, en tókst þó að frelsa þrjár peysur úr STUK, eina handa Magga og tvær handa mér. Eins gott að við vorum að rýma til í litlu skápunum okkar! Veðrið var nokkuð betra en hér, 20 stiga hiti og heiðskírt. Ég var ekki klædd fyrir þetta veður, sérstaklega ekki þar sem ég er með lítinn miðstöðvarofn inni í mér, og var við það að bráðna í hvert skipti sem ég steig út fyrir. Á meðan ég strunsaði um í peysu, flauelspilsi og stígvélum, voru aðrir í þunnum bolum og stuttbuxum.

Við áttum í erfiðleikum með að fá hótel, enda 25.000 hjartalæknar að þinga í Stokkhólmi þessa dagana. Ég var fyrri nóttina á gömlu hóteli á Östermalm og seinni nóttina á Scandic hóteli á Södermalm. Hótelið á Östermalm var dálítið fyndið, herbergið var rétt aðeins stærra en einbreiða rúmið sem ég svaf í, með sjónvarpið hangandi í loftinu, og einum opnanlegum glugga inn á baði sem sneri að barnum (opnaðist sem sagt inn á hótelið!). Fyrir þetta dót þurfti auðvitað að borga ofurverð, sem helgast eingöngu af staðsetningunni á Östermalm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?