<$BlogRSDUrl$>

21.11.05

Ég græt stórum teiknimyndatárum (þessum sem skjótast úr í loftið til hægri og vinstri) yfir því að hafa misst að tónleikum The White Stripes í gærkvöldi. Þegar salan fór loks í gang bjóst ég engan veginn við því að komast, en þegar það varð svo ljóst að ég kæmist voru allir miðar í stúku uppseldir. Og, nei, kona komin tæpa 8 mánuði á leið getur ekki staðið í 90-120 mínútur.

Yes, but no, but yes. Best að enda færsluna á þessum nótum. Þeir sem ekki þekkja þennan frasa hafa misst af miklu.

18.11.05

Úff. Tek fram vegna síðustu færslu að henni var ekki beint að neinum sem ég þekki. Ég verð vör við þessa takta hjá ansi mörgum, í auglýsingum og út um allt eiginlega, en er að sjálfsögðu ekki að pirra mig á því þegar fólk sem mér þykir vænt um dettur í svona vitleysu.

Annars er ég afskaplega þreytt í augnablikinu - langar mest heim og undir sæng. 34 vikur í gær og ég er að verða rosalega ólétt!

17.11.05

Í tilefni af gærdeginum:

Vill fólk vera svo vænt að druslast til þess að gera eitt fyrir mig? HÆTTA AÐ NOTA HÁSTAFI INNI Í MIÐJUM HEITUM! Klementína fimleikastjarna gæti til dæmis verið heiti á bloggsíðu Klemmu litlu, en ekki Klementína Fimleikastjarna! ÞAÐ VÆRI ENSKA EN EKKI ÍSLENSKA!

16.11.05

Ég held að barnið okkar sé verðandi leikfimistjarna, með kollhnísa sem sérstakt hæfileikasvið. Síðan í gær er hún búin að snúa sér aftur á haus, eins og sást í sónar í morgun.

15.11.05

Jæja, nú styttist óðum í komu prinsessunnar í heiminn. Við kláruðum foreldranámskeiðið síðasta laugardag og fórum í heimsókn á fæðingardeild LSH. Vorum svo heppin að fá að sjá nokkur börn. Sáum meðal annars eina nýfædda í vöggunni sinni á leiðinni eitthvað eftir ganginum. Hún lá á hliðinni og var að hreyfa puttana eins og dáleiðsluvaldur, eða kitlari. Ég kannast afskaplega vel við þessa takta, því ég finn Klementínu gera þetta ansi oft upp við kviðvegginn. Svo fær hún þessi svakalegu jarðskjálfta-hikstaköst. Greyið litla. Hún er búin að snúa sér aftur, hætti sem sagt við að vera á hvolfi og settist aftur. Skilst að það sé ekkert óalgengt, enda ennþá nokkuð í það að hún eigi að vera búin að skorða sig.

14.11.05

Tókst að meiða mig í bakinu í gærkveldi. Var í miklu stönti - að færa mig af hliðinni og á bakið í hægindastól. Rosalegt áhættuatriði! Þarf ekki meira til þegar aukabyrðin er orðin 15 kíló!

Náðum í myndir úr framköllun í gær og mér varð það ljóst þegar ég sá þær hvað ég hef breyst mikið í útliti undanfarnar vikur. Og að ég er kominn með hinn sæmilegasta bjúg. Svona er þetta bara og ekkert til að gera veður út af.

Ég vakna núna í hvert skipti sem ég þarf að skipta um hlið og svo vakna ég líka ef ég lagst sofandi á bakið. Hugsanir mínar snúast að mestu um barnið og ýmsu því tengdu, og ég er orðin utan við mig, en ekki alvarlega þó.

9.11.05

Jæja, það er allt að gerast. Undarlegir tímar.

Bið Jóhann Pétur vinsamlegast um að lesa Fréttablaðið í dag. Hann á að geta flett því á visir.is. Það var alla vega hægt síðast þegar ég gáði. Jóhann Pétur getur gert mig sótilla þegar við ræðum umhverfismál en ég gef aldrei upp vonina. Svo veit ég aldrei hvort hann er alveg örugglega að meina það sem hann segir. Alla vega, Jóhann Pétur, þú ert kominn með heimaverkefni!

Klementína er fjörug í augnablikinu - það er alltaf jafn notalegt að finna hana brölta um og bardúsast. Við erum aðeins búin að prófa okkur áfram við að láta hana bregðast við ljósi. Það hefur virkað þegar hún er á annað borð fjörug.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?