<$BlogRSDUrl$>

30.10.04

Las fyrsta sératkvæði JSG áðan. Athyglisvert að maðurinn skuli vera kominn með sératkvæði innan 2 vikna frá því að hann tók til starfa. Svo sem engin stórslys sem ég sá í atkvæðinu - bara minni ambögur eins og frjálslega orðaðar fullyrðingar. Það er þó ljóst að tónninn er íhaldssamur í meira lagi og ekkert tillit er tekið til þess við mat á yfirlýsingum konunnar nú um vilja til samstarfs að hún hafði áður ekki sýnt þann vilja í verki, heldur þvert á móti. Mér líst ekki á ef búast má við því að sjá þennan sama tón birtast í framsetningu sönnunarkrafna í kynferðisbrotamálum. Það er ljóst að það verður einhver titringur þegar hann situr dóm í fyrsta skipti í slíku máli.

Er annars með "In An Uncertain World" á náttborðinu. Þetta er ævisaga Robert E. Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna í Clinton stjórninni og áður en af eigendum Goldman Sachs. Eftir að hafa sökkt mér í hana tvö kvöld fyrir nokkrum vikum hef ég ekki opnað hana. Ég ætla samt að mæla strax að mæla með henni - það þarf töluverða rithæfileika til að gera efnahagserfiðleika Mexikó árið 1995 og aðgerðir til að bjarga pesóanum að æsispennandi lesefni.

Fórum á Soweso í gærkveldi. Fengum frábæra smárétti og vorum í skýjunum yfir gæðunum. Staðurinn var nú samt tómur fyrir utan okkur tvö. Ég fékk mér meðal annars ávexti romonoff, sem að sögn þjónustustúlkunnar er búið að vera mjög vinsælt síðan um réttinn var fjallað í Innliti/útliti. Ég er að hugsa um að spreyta mig sjálf á því að búa réttinn til í kvöld, sbr. þessi uppskrift (stolin af heimasíðu þáttarins en með breytingum frá mér):

2 msk sýrður rjómi 18%
2 msk dökkur púðursykur
2 msk dökkur súkkulaðispænir
2 msk þeyttur rjómi
smá sletta af appelsínulíkjör - Torres

Öllu blandað vel saman en hræra varlega.

Rifsber
Jarðaber (skera í bita)
Bláber
Brómber eða skógarber

Setjið sósuna í skál og leggið berin ofan á.

Verð með carbaccio með eðal parmesan og balsamic á undan. Nammi namm.

24.10.04

Hvernig stendur á því að það er ekkert almennilegt til undir sjónvarp og græjur? Við erum örugglega búin að eyða 40 klukkutímum síðustu árin í að leita að einhverju undir sjónvarpið en allt sem við finnum er svo jäääävla ljótt. Ég verð eiginlega bara að lýsa mig sigraða í þessum málum...

Hitti saumaklúbbsdúllurnar mínar í sushi á föstudagskvöldið. Fékk svo Lindu og Ástu í mat til mín í gær. Linda flúði af vettvangi eftir matinn í mígreniskasti, en ég og Ásta skelltum okkur á tónleika Lo-Fi og horfðum andakttugar á eiginmanninn lemja húðir. Það er alltaf jafn gaman að sjá Magga tromma og fá tækifæri til að dást að hæfileikum hans. Hann reyndi einu sinni að kenna mér að tromma, það gekk ekki vel. Hann reyndi líka einu sinni að kenna mér nokkur grip á gítar og það gekk enn verr...

11.10.04


Árshátíð Samskipa 2. október 2004

3.10.04

Já börnin góð. Nú er búið að reiða rothöggið. Allt það sem JSG hefur áður haldið ranglega fram um Hæstarétt mun núna rætast (sjá ummæli hans í TL 1990). Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir í kringum mig sem hafa lýst því yfir að nú sé kominn tími til að flytja af landi brott. Er ekki nauðsynlegt að huga að betri aðskilnaði milli framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds? Til dæmis með því að láta Alþingi kjósa um skipun hæstaréttardómara og binda skipun við 2/3 atkvæða, banna ráðherrum að sitja á Alþingi, og banna framkvæmdavaldinu að semja lagafrumvörp?

Langar að sjá Happy Accidents. Náði að horfa á nokkrar mínútur á föstudagsmorgun og verð að sjá alla myndina. Er búin að komast að því að það á vel við mig að búa á hótelum. Hugsið ykkur bara. Einhver lagar til í herberginu á hverjum degi, skiptir um handklæði o.s.frv. Sjónvarpið við tærnar og veitingastaður í sama húsi.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?