<$BlogRSDUrl$>

30.1.05

Ótrúlegt. Ég er orðin húkkt á flutningi Lísebetar Idol keppanda á Young hearts run free. Bjóst ekki alveg við því eftir að eiga eftir að upplifa það að vera að horfa á Idol, og verða síðan að hlusta aftur á einhvern keppenda. En það er svona. Lagið er inn á idol.is, undirsíðu um stúlkukindina.

28.1.05

Ákvað að skella Herra Kjána í bloggsið hér við hliðina. Þekki hvorki haus né sporð á manninum, en þetta er ein af þeim bloggsíðum sem ég les hvað oftast.

Fór með Rúnu að sjá Þetta er allt að koma í Þjóðleikhúsinu í gærkveldi. Barasta aldeilis fínt.

Er annars í skrýtnu skapi í augnablikinu, alveg voðalega innhverf eitthvað (sem er kannski í þversögn við það að vera að blogga). Sit bara í sófanum með tölvuna í fanginu, ein heima og með heyrnartól á hausnum, að hlusta á tónlist á netinu - löglega dreifðri að sjálfsögðu. En... nú er Maggi að skoppa inn úr dyrunum. Og er að bjóðast til að hita handa mér te, þessi elska...

Wake up með The Arcade Fire

Hlustið á þetta, ca. 10 sinnum í röð, eins og ég er búin að gera núna. Mjög gott og skrýtið.

16.1.05

Ég er að reyna að láta þetta örviðtal við mig í Fréttablaðinu í dag ekki trufla mig. Viðtalið var tekið upp úr kl. 13 á föstudaginn., og blaðamaðurinn sagðist ætla að senda mér textann til yfirlestrar. Kl. 15:30 fékk ég textann og vann heilmiklar breytingar á honum. Meðal annars leiðrétti ég staðreyndavillur sem mér er óskiljanlegt hvernig rötuðu í textann. Svo vann ég ýmsar aðrar stílbreytingar með einum samstarfsfélaga mínum, enda roðnaði ég nú yfir öllum þessum endurtekningum á orðinu "stöðugt" og hæsta stigi lýsingarorða þegar ég las textann fyrst yfir. Og allt heila klabbið fór aftur til blaðamanns, með leiðréttingum, kl. 16:33! Sem hefði nú ekki átt að þýða eina einustu töf, auk þess sem blaðamaðurinn var búinn að lofa yfirlestrinum. En nei. Ekki ein einasta leiðrétting eða breyting rataði inn í textann, og nú heldur fólk sem þekkir til mín að ég hafi verið að bulla einhverja vitleysu við blaðamanninn. Arg! Ég sendi tölvupóst á blaðamanninn áðan og bað um skýringar á þessu. Sem skipta engu máli, en það er líka allt í lagi að slá aðeins á hendina á henni og láta hana hafa fyrir því að afsaka sig. Sem betur fer er ljósmyndin fín.

7.1.05

Svona próf eru sívinsæl hjá bloggurunum, og nú er komið íslenskt gyðjupróf. Gaman að því. Ég er Artemis, bllaaahhh.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?