<$BlogRSDUrl$>

31.10.03

Ég var að lesa bloggið hans Magga. Mér fannst það ferlega fyndið. Hann er barasta hinn besti penni. Halla systir er að koma af videoleigunni með Human Nature. Veit ekkert um þá mynd, en er bara fegin að hún leigði ekki Woman on Top. Ég er nefnilega með ofnæmi fyrir Penelope Cruz. Skapgerðarbrestsviðbrögð. Nei, þetta er bara vitleysa. Ég hef ekkert út á hana að setja. Það er bara einhver gelgja inn í mér sem fordæmir hana fyrir að stela Tom Cruise frá Nicole Kidman (sem ég dáist að fyrir ótrúlega fegurð ... á maður að gera svoleiðis?). Þessi gelgja sem býr í mér ætti nú frekar að fordæma Tom Cruise, eller hur?


28.10.03

Ég er brjáluð. Systur minni var tilkynnt í Borði fyrir tvo í dag að hætt væri að framleiða Ralph Lauren Academy Platinum. Hvenær vissu forráðamenn Borðs fyrir tvo um þetta? Þegar við völdum stellið? Það er engin smávegis fjárfesting í þessu stelli og ömurlegt ef þetta þýðir að fjárfestingin mun ekki standa fyrir sínu. Ég var búin að sjá fyrir mér að við myndum eiga þetta stell alla ævi, klára smám saman að safna öllu sem vantar í 12 manna stell, að við gætum keypt nýtt fyrir það sem brotnaði o.s.frv. Það er alla vega ljóst að venjulegt fólk fjárfestir ekki tvisvar á ævinni í stelli af þessum standard. Ráðlegg öllum í stell hugleiðingum að velja bara Furstynju eða eitthvað álíka sem hefur verið framleitt í meira en 200 ár.

Gaman að sjá hvað Harpa Rós Gísladóttir kemur vel fyrir í sjónvarpi.

27.10.03

Hégóminn í mér segir að ég eigi að fá mér kommentafítus og teljara. Hins vegar er gott að vita ekki mikið um hverjir skoða þetta. Ég held að ég muni blogga frjálslegra með þeim hætti.

Mun Rupert vinna Survivor? Og af hverju var Michelle kosin í burtu? Ég reyndi að flakka um bloggið með því að fara af einum tengli á annan og komst ekkert áfram með því, bara í hringi. Það virðast allir vera tengdir í kringum Frikka, systkini Frikka, Auju, Þór frænda Frikka, einhverjar stelpur í París, einhverja Silju o.s.frv. Ég skil þetta ekki.

Bjóst ekki alveg við þessu svari. Hmmm.

Slave
You are a slave


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

Nú er ég komin í 4 vikna frí frá allri kennslu, sem er mikill léttir, því það er erfitt að sameina kennslu við mitt starf. Ég þarf reyndar að fara yfir 29 verkefni á þessum tíma og halda einn fyrirlestur fyrir annan hóp en ég kenni, en það er allt öðru vísi álag en að vinna við kennslu í hverri viku meðfram erfiðu aðalstarfi.

Annars var mjög vel heppnað kvennaboð í vinnunni hjá mér á föstudaginn síðasta. Við vorum allar voða ánægðar með okkur og skemmtum okkur hið besta. Ætli konur skemmti sér betur við svona tækifæri þegar engir karlmenn eru?

Á laugardaginn fórum við Maggi í útskriftarveislu Lindu og Ása. Linda var að klára master í uppeldis- og menntunarfræðum og Ási í íslenskri málfræði. Ég var veislustjóri og hafði gaman að því. Nokkrir samnemendur Ása eru með leikhóp sem heitir Harpan. Harpan var með leikrit: Íslandsklukkan með áherslu á feminisma og tónfall. Hér var verið að vísa í ritgerðarefni Lindu og Ása. Þó leikritið væri afskaplega langt og heitt væri í salnum var þetta voða gaman, sérstaklega hljóðeffektar sem fólust í upplestri afturábak, sem síðan var leikinn afturábak.

Við Maggi ætlum að sjá sýningu Helgu Braga á laugardaginn og svo eru það Búðir þarnæstu helgi. Ég hlakka hrikalega mikið til að fara á Búðir.

Ég hef verið að pirra mig undanfarna klukkutíma á baktali. Baktali sem ég er ekki 100% viss um að hafi átt sér stað en snýst um mig. Og það er sami maður sem stóð að hinu meinta baktali og hefur áður verið bæði dónalegur við mig og sýnt mér aðra óvirðingu. Ég var að spá í hvernig ég ætti að tækla þetta, en mundi svo eftir því að ég hef ekki alltaf verið blásaklaus þegar að þessum málum kemur. Ég hef verið ósátt við fólk og sagt eitthvað um það á bak við það. Spurning um að kasta ekki steinum úr glerhúsi og láta bara duga að halda þessum manni í hæfilegri fjarlægð. Alla vega er ljóst að ég ætla ekki að detta ofan í þá gryfju að reyna að snúa áliti hans á mér.


11.10.03

2-0 ALLT Í EINU

CWINDOWSDesktopCinderella.JPG
Cinderella!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Sko, nú er staðan 1-0 í leik Íslands og Þýskalands og leikurinn að verða hálfnaður. Ég veit að Cristopher vinur minn í Þýskalandi situr sveittur yfir leiknum, hann er sennilega glaður núna. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að hann sé að horfa á nákvæmlega sömu útsendingu og ég, allt annars staðar í heiminum.

Halla systir verður hjá okkur í sex vikur, á meðan hún les undir próf fyrir löggildingu sem endurskoðandi. Það fer nú lítið fyrir henni og hún er mest að lesa út í bæ.

Síðasta vetur elduðu Meike og Cristopher þýskan mat handa okkur Magga. Maturinn fólst í Kässler, kjöti sem er ósköp svipað og reyktur hamborgahryggur, brúnni sósu, sauerkraut, sem er súrkál, og knüdlen, sem eru bollur búnar til úr kartöflum og hveiti. Kjötið og sósan er svo sem bara eitthvað sem við þekktum, og súrkál er ósköp saklaus matur. En knüdlen er alger viðbjóður, ógeðslegt og fáranlegt. Með þessu fékk ég bæverskan hvítbjór, sem var mjög fínn. Það þarf vart að taka það fram að við elduðum aldrei neinn hefðbundinn íslenskan mat handa þeim, en bara nóg af einhverjum íslenskum nútímamat í staðinn. Eða er indverskum matur ekki örugglega nútíma íslenskur matur?


10.10.03

Nú get ég bloggað þráðlaust, a ha ha. Ég lærði það út í Svíþjóð að óléttum konum sé ekki óhætt nálægt svona þráðlausu batterí. Þó ég sé ekki ólétt þá er nú aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni og þá er spurning hvað maður gerir.

Heyrðu mig nú, Didda í gegnsæjum topp á Edduverðlaununum. Gott hjá henni. Hún er svaka sæt svona greidd og máluð. Fyrir mörgum árum var ég að fara heim af djammi á Kaffibarnum og fattaði það á miðri leið að ég hafði gleymt bakpokanum mínum þar. Það var ekki sjens að troða sér aftir inn. Ég sá hins vegar glitta í Diddu og öskraði nafnið hennar af lífs og sálar kröftum, enda eina manneskjan sem ég vissi nafnið á í þvögunni. Hún horfði nokkuð forviða á mig, ókunna manneskjuna sem var að öskra nafnið hennar. Um leið og ég sá að það var komið "samband" bað ég hana um að koma með bakpokann minn og sagði henni hvar bakpokinn var. Og ekki málið. Hún reddaði þessu án þess að vera með neinn snúð eða merkilegheit. Ég hef borið tiltekna virðingu fyrir henni síðan.


7.10.03

Jæææjjjjjaaaa. Ég sá Nóa Albinóa um helgina og var ekkert yfir mig hrifin. Það var of lítið lagt í söguna sjálfa. Útlitið var flott, sumar sögupersónurnar voru vel skapaðar, og nokkur atriði voru góð, en sagan var hvorki fugl né fiskur. Leikarar stóðu sig ágætlega, að undantekinni stelpunni, sem mér skilst þó að sé tilnefnd til Eddu verðlauna. Áherslan á þunglyndisstemminguna yfir þorpinu var of mikil, stemmingin hefði til dæmis alveg komist til skila þó sleppt hefði verið öllum endurtekningum við að sýna bæjarmyndina og rútínuna í lífi Nóa. Svona yfirkeyrsla á hinu og þessu var fremur áberandi.

Annars átti ég 31 árs afmæli á sunnudaginn. Dagurinn var nú fremur misheppnaður, hef ekki átt svona slappan afmælisdag síðan ég varð 24 ára. Ekki gaman.

Hins vegar fór ég upp á Mýrdalsjökul á laugardaginn, sem var súper dúber. Fallegt útsýni, smá áreynsla og vélsleðaakstur. Mjög gaman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?