<$BlogRSDUrl$>

19.3.04

Og ég er Oracle....

You are the Oracle-
You are The Oracle, from "The Matrix."
Wise, kind, honest- is there anything slightly
negative about you? You are genuinely
supportive of others. Careful not to let people
take advantage of you, though.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla

18.3.04

Hmm, er málið að vísindamenn eigi að ráðfæra sig við siðfræðinga áður en ákvarðanir eru teknar um rannsóknir. Heyrði Sigríði Þorgeirsdóttur, heimspeking, halda þessu fram í morgun. Hún nefndi til dæmis að ÍE hefði átt að hugsa um siðfræði áður en það hóf rannsóknir á langlífisgeni - með hliðsjón af mannfjöldavandamálum. Er þetta ekki bara argasta forræðishyggja? Mér finnst sjálfsagt að löggjafinn kalli til siðfræðinga þegar verið er að meta hvort leyfa eigi eitthvað eða banna það., þeir sitji í vísindaráðum o.s.frv. En mér finnst fáranlegt að ætlast til þess að leitað sér til siðfræðinga áður en ákveðið er að rannsaka tiltekin gen.

Á annars allt eins von á því að vinkona Jordan hafi samband við mig. Hún er hér á landi að kynna heimildarmyndina sína, um sjálfa sig og nöfnur hennar í Bandaríkjunum. Jordan lét hana hafa símanúmerið mitt og hún hringir sjálfsagt ef hún hefur tíma. Verð þá að finna upp á einhverju spennandi að gera.


16.3.04

Sko, ég held með Kathy í Survivor. Rupert er mikil hetja, en hann tapaði nokkrum stigum með því að heimta að byggja skýli ofan á holu - hrikalega slæm hugmynd og hrikalega slæmt að hunsa viðvaranir frá félögunum. Kathy er slæææ en er samt svo hrein og bein og eðlileg. Mér fannst líka flott þegar hún var að tala um reiðiræðu Sue og sagði að hún ætti ekki rétt að draga aðra svona inn í sitt hatur. Nákvæmlega. Ég hef aldrei hugsað um svona uppákomur á þessum nótum, en þetta er náttúrulega hárrétt.

QE að byrja, verð að horfa....

Sjónvarpsdýrið

14.3.04

Ég er í letikasti og er uppfull af sleni. Best að fara í sturtu og skola af mér slenið, og baka svo bollur.

Við ætlum að fresta Búdapest ferðinni. Nennum ekki og tímum ekki að millilenda og vera í einhverju veseni. Beina flugið hefst 22. apríl og við förum bara einhvern tímann eftir það.

Ég er ekki byrjuð á greininni sem ég á að skila í lok maí. Hún vofir yfir mér eins ég veit ekki hvað - afturganga sem ásækir mig. Ég þarf að sinna þessu verkefni um helgar en ég hef ekki haft nennuna enn sem komið er. Svo var ég að vinna tvær síðustu helgar og er með þá afsökun fyrir því að gera nákvæmlega ekkert þessa helgina. Ja hérna, ég er alger vælukjói.

Grét jafnmikið yfir lokaatriðum Bridges of Madison County í gærkvöldi og ég gerði þegar ég sá myndina fyrst. Fimm vasaklúta mynd.

Sturta og bollur!

13.3.04

Setti loksins link á bloggið hennar Þórgunnar, sjá hér til hliðar...

Ég er hrikalega ánægð með veðurkortið mitt hér til hliðar!

Ég var að glugga í bók sem Maggi keypti fyrir einhverjum vikum síðan; Time Almanac 2004. Fyrir utan það að greina frá helstu atriðum í heimsfréttum 2003 er að finna í bókinni allskyns upplýsingar, til dæmis um öll lönd heimsins, fylki Bandaríkjanna, helstu fordæmi frá Hæstarétti Bandaríkjanna, ýmis verðlaun sem veitt eru, o.s.frv. Fremst í flokki verðlaunakaflans eru Nóbelsverðlaunin, en flest annarra í kaflanum eru bandarísk, eins og við er að búast. Meðal bestu bóka almenns eðlis, sem skrifaðar voru á ensku á 20. öldinni, er finna bók Gunnars Myrdal, sem nefnd er "An American Dilemma", frá árinu 1944. Gunnar Myrdal var Svíi, lögfræðingur frá Stokkhólmsháskóla, og juris doctor í hagfræði frá sama skóla. Hann var lengi tengdur Stokkhólmsháskóla með einum eða öðrum hætti, en tók líka þátt í stjórnmálum. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974. Merkismaður sem sagt. Alla vega, framangreind bók var skrifuð þegar Gunnar stundaði rannsóknir í Bandaríkjunum. Og hún heitir fullu nafni "An American Dilemma: The Negro Problem and Modern Democracy". Merkilegt að titilinn sé styttur svona í Time-almanakinu. Segir margt.

Komst líka að því að Thriller eftir Michael Jackson er ekki mest selda plata allra tíma í Bandaríkjunum, heldur safnplata með The Eagles. Og Sylvester Stallone fékk ekki Óskarsverðlaun fyrir Rocky, það var bara myndin sjálf sem fékk Óskarsverðlaun.

Keypti DV í dag, aðra helgina í röð. Síðasta helgarblað var bara skrambi gott, en blaðið í dag bar mun meiri vott um rusl-blaðamennsku. Hræðilegt viðtal við Baltasar Kormák, skrifað á slæmri íslensku. Eða kannski var íslenskan ekki aðalvandamálið, heldur almenn geta blaðamannsins til að orða hlutina. Meðal þess sem blaðamaðurinn fjallaði um eru kynslóðaskiptin í íslensku menningarlífi - einræðistími Ólafs Hauks Símonarsonar, Bubba og Megasar o.fl. væri liðinn, og nú væru komnir fram á sjónarsviði menn eins og Baltasar, með sínar kvikmyndir, og Jón Atli Jónasson og Bjarni Jónsson með sín leikrit. Kannski er ég að rugla, en er Hafið ekki skrifað af Ólafi Hauki Símonarsyni? Tja.....

Við fengum okkur nautasteik áðan með öllu þessu klassíska, piparostasósu, bökuðum kartöflum o.s.frv. Ég held að við höfum ekki eldað steik síðan um áramótin. Fyrst núna sem maður er að fá aftur lyst á steikum eftir jólaruglið. Hitti einmitt Orra í Hagkaupi í dag, sem var alveg í sömu pælingunum.

Jæja, best að fara að horfa á Bridges of Madison County og drekka smá rauðvín. Maggi er sætastur í heimi.

10.3.04



create your own visited country map

This page is powered by Blogger. Isn't yours?