<$BlogRSDUrl$>

27.6.04

Frábær dagur - fórum með Lindu, Ása og co. upp að Helgufossi, og þaðan til Laugarvatns. Brugðum okkur í hina margfrægu gufu og stungum okkur aðeins í vatnið. Eftir það var brunað á Eyrarbakka og borðað í Rauða húsinu. Sitjum núna yfir Danmörk - Tékkland. Ætli Tékkar fari ekki bara alla leið með þetta.

26.6.04

Aumingja Mellberg. Nú held ég með Tékkum og Portúgölum. Hélt með Hollandi í síðustu heimsmeistarakeppni en nú hafa þeir tapað mínum stuðningi.

Rólegur dagur hjá okkur, elduðum frábæran mat og höfum það súpergott.

Sannfærðist um það rétt í þessu að Sven-Göran Eriksson er einn og sami maðurinn og Mr. Burns í Simpsons. Ég held líka að ég sé komin með svefngalsa.

25.6.04

Búin að kjósa, smjósa. Veðurstofan varar við útilegum og fjallgöngum og sú viðvörun og veðurspáin hafa breytt helgarplaninu. Nýjasta planið er að fara dagsferð út í buskann á sunnudaginn með Lindu, Ása og dætrum. Kannski upp í Húsafell. Svo ætlum við að sjá til á morgun hvað Veðurstofan segir þá um fjallgöngur, við erum alveg æst að koma í netta göngu.

Er að lesa Angels and Demons eftir Dan Brown. Hún er klassa neðar en Da Vinci Code, og ég fíla hana eins og upphitun fyrir þá bók. Algengt að það sé overkill í lýsingum á viðbrögðum persóna. En auðvitað er gaman að lesa hana, það mættu alveg vera fleiri spennusögur í boði sem eru bara einum klassa neðar en Da Vinci Code. Næsta bók á dagskrá er boo.com, um dotnet krassið í Svíþjóð og hókus pókus fyrirtækið boo.com sem átti að selja föt á netinu. Þetta er frásögn eins þriggja "frumkvöðlanna" í því fyrirtæki. Meira um hana síðar.

HHealthy
JJealous
OOrderly
RRich
DDevious
IIntelligent
SStunning

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

20.6.04

Las tvær greinar á Vef-þjóðviljanum og er sjóðandi öskuill. Mikið fjallað um skipan í kosninganefndina, og Egill Helga gagnrýndur hægri vinstri með alls konar bulli. Lítið gert úr framhaldsnámi ET, JÞ, BTh og fleiri. Ritandi virðist ekki gera sér grein fyrir því að mastersnám fyrir fólk sem er fyrir með 5 ára háskólapróf (sem n.b. jafngildir mastersgráðu) er bara nýtilkomið fínerí. Áður fyrr var algengt að fólk færi til háskóla á Norðurlöndunum og stundaði rannsóknir og nám undir handleiðslu prófessors í 1 eða 2 ár, og auðvitað kom engin prófgráða út úr því, því þær voru ekki gefnar. Meira að segja Danir eru fyrst núna á þessu ári að veita fyrstu mastergráðuna í lögum (ekki í viðskiptalögfræði, sem er ekki lögfræði, heldur í lögum). Þannig hefur bara kerfið verið, og vilji menn kára doktorsnám þá er það bara þrautinni þyngri nema menn kjósi að læra í óskyldu réttarumhverfi.

Og hvað kemur það hæfi þeirra sem eru í nefndinni við þó "samkennarar" þeirra (hverra?) hafi lokið doktorsprófi. Hversu heimskulega er hægt að rökstyðja mál sitt? Og þar að auki eru fleiri mælikvarðar á það hversu "lærðir" menn eru en prófgráður. Það hefur til að mynda lengi tíðkast í lögfræðinni, eins og í öllum öðrum vísindagreinum, að skoða rannsóknir og ritrýnd skrif, hvar þau hafa birst o.s.frv. Það er til dæmis enginn vafi á því að ET er lærðari maður en ég þó ég hafi lokið LLM gráðu (sem pistilhöfundur Vef-þjóðviljans veit greinilega ekki hvað er). Þarf eitthvað að bera saman fyrrnefnda prófessora og þá sem nefndina skipa að þessu leyti? Það er ljóst að annar hópurinn stendur hinum langt framar þegar þessu mælikvarða er beitt, og reyndar líka ef skoða á framhaldsnám.

Ég hef svo sem ekkert endilega út á einstaka menn í nefndinni að setja, en gagnrýnin sem fram hefur komið hefur alveg átt rétt á sér. Hvers vegna er Þórunn Guðmundsdóttir til að mynda ekki í nefndinni? Eða ET? Eru þau ekki bæði með langa reynslu úr yfirkjörstjórnum?

Pabbi er alveg forviða á því að ég ætli að kjósa ÓRG. Hann segist ekki "vera svo vinstrisinnaður" að hann fari að kjósa ÓRG, þó hinir sem í framboði eru séu "idjót". Pólitík er afar einföld að þessu leyti fyrir hann: Sjálfstæðismaður getur ekki kosið ÓRG án þess að verða þar með hallur undir vinsti öflin, og það er sko ekki gott. Ég hins vegar er ánægð með ÓRG, þó ég hafi ekki kosið hann á sínum tíma, og ekki síst eftir að hann hafnaði því að rita undir fjölmiðlalögin. Ég hika heldur ekkert við að kjósa gegn "mínum flokki" ef ég tel það skynsamlegustu ákvörðunina.

Annars verður spennandi að sjá hvað kosninganefndin mun setja fram - og þá auðvitað hvort sett verður fram tillaga um lágmarksþátttöku. Ég tel reyndar að slíkt skilyrði sé ekki það sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Krafa um lágmarksþátttöku getur leitt til pattstöðu, enda geta lögin ekki öðlast stjórnskipulegt gildi með því einu að kosning teljist ekki bindandi. Stjórnarskráin er þó skýr um það - þjóðin hafnar eða synjar, og punktur er settur aftan við það. Minnihluti á ekki að hafa tækifæri til að ljá lögunum gildi með því að taka ekki afstöðu - það væri ekki vilji meirihlutans og því ekki lýðræðislegt.

Svo er spurning hvort PKrH sé að hætta að undirlagi Davíðs, og hverjum Davíð er þá að koma að? Það er öllu trúandi upp á hann þessa dagana - meira að segja að planta JSG í Hæstarétt. Ja, hérna...

Jalla jalla.

Leyfi mér nú bara að vísa á Magga minn með ferðasöguna frá Stokkhólmi. Yndislegt í alla staði og Stokkhólmur er án efa mín uppáhaldsborg. Gaman að eyða tíma með Stjóna, Nínu og Viktori, og ég sakna litla prinsins.

Keypti annars fullt af skemmtilegu dóti, þar á meðal þrennar utan-vinnu-buxur. Sem er stórmerkilegt, því yfirleitt á ég erfitt með að finna þannig buxur sem ég fíla. Einar eru gallabuxur með gömlu looki og bótum á hnjánum frá Joe's, aðrar eru stuttar gallabuxur með breiðu, röndóttu belti frá Nolita, og þær þriðju eru svartar stuttar kakibuxur með rykkingum á hliðunum frá Nolita. Sniðin á Nolitabuxum er alveg málið fyrir mig.

Keypti líka loksins O með Damien Rice. Endaði svo á því að kaupa líka Promoe, sem eru sænskir houserapparar, eftir að hafa farið í gegnum miklar sænskar hörmungar í NK. Eins og Svíar eiga mikið af snilldartónlistarmönnum þá var það ótrúlegt hvað afgreiðslufólkinu í NK tókst að bera mikið krapp í mig. En Promoe er snilld, þrátt fyrir allan bulltextann ("justice - it isn't justice when the cops have beaten the crap out of you, justice, ..." - of heimskt til að fara allan hringinn). Textarnir er heldur ekki málið, frekar en fyrri daginn...

Já, og vísa líka í Magga með Hengilsævintýrið okkar. Þetta var mikið erfiði og þétt ganga í 5 og hálfan tíma, en leiðin er idjótproof og upplögð fyrir hraust fólk sem langar að ganga á fjöll en kann lítið (hmm... eða ekkert, eins og við) fyrir sér í fjallamennsku.

5.6.04

Ég er alveg uppgefin. Fórum upp á Akranes og gengum upp á Akrafjall, Háahnjúk. Við tókum tvo stóra sveiga á leiðinni upp, gengum fyrst inn á milli axlanna og svo til baka á fremsta hlutann á hægri öxlinni og þaðan upp á Háahnjúk. Gengum hins vegar bara beint af augum niður eftir. Við vorum eitthvað um 4 tíma að þessu, en þetta tekur mun styttri tíma ef gengið er beint af augum uppeftir. Hluti að leiðinni sem við fórum er nokkuð varasamur, og auðvelt að verða sér að voða. Það var samt ekki efst í huga þegar á göngunni stóð, en kom svona í flash bakki eftir á. Við Maggi upplifðum þetta bæði eftir ferðina upp að Glym og ég fékk sömu tilfinningu áðan.

Maggi hafði bara borðað eina skyrdollu áður en við lögðum að stað, og nestið okkar samanstóð af tómötum, hrökkbrauði, vatni og nammi. Ég var með aðeins meira í mallanum og var því í fínu lagi eftir gönguna en Maggi fór alveg yfir um þegar við komum niður. Fékk sykursjokk og var veikur í meira en klukkutíma. Ég tuðaði ofan í hann smá vegis af mat, en hann ældi honum bara á leiðinni til Reykjavíkur. Greyið. En svo jafnaði hann sig. Fórum síðan í Laugardalslaugina þegar við komum í bæinn og það var snilld. Það er ótrúlegt að fara í sund eftir svona áreynslu.

Málþingið var í gær, og allt gekk ágætlega. Nú er ég bara í smásnatti utan vinnu og ég ætla að halda því þannig næstu mánuði!

Espadahada

Og ha ha ha.

Maggi líkist mest:

Anthony Edwards
Paul Simon
Gene Hackman...

Ykkar einlæg,
Sally Lee Jolie

Hó hó hó.

Samkvæmt einhverju andlitsgreiningargimmiki líkist ég mest:

Sally Field
Jamie Lee Curtis
Angelina Jolie

Hér er snilldin.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?