<$BlogRSDUrl$>

21.4.05

Jæja, það er hitt og þetta búið að gerast síðan ég skrifaði síðasta póst. Við fórum á 3 myndir á kvikmyndahátíð þar síðustu helgi: The Door in the Floor, Kinsay og Hola í hjarta mínu. Sú fyrst nefnda er best þeirra. Hún er gerð eftir skáldsögu sem er skrifuð af einum af mínum uppáhalds rithöfundum, John Irving. Ég væri til í að skella mér á Vera Drake, Hotel Rwranda og Bad Education, áður en hátíðinni lýkur annað kvöld.

Síðustu helgi eyddum við í Kaupmannahöfn. Það var fínt - mikið labbað, borðað og föt keypt sem er ekki hægt að finna hér heima í NTC veldinu. Mér finnst fínt að versla í Köben og ég fíla borgina alltaf betur og betur, enda reyni ég að passa mig á því að vera ekki að bera hana saman við Stokkhólm. Ég held að viðhorf mín til Kaupmannahafnar hafi mótast alltof mikið af því að ég var búin að búa í 1 ár í Stokkhólmi og kom svo við í Kaupmannahöfn í nokkra daga áður en við fluttum heim aftur. Ég datt því ofan í það að bera þær saman og fannst því ekki mikið til Kaupmannahafnar koma. En allavega, mér finnst borgin fín núna.

Fer til Stokkhólms í lok þarnæstu viku og aftur með Magga í byrjun júní. Svo er það Köben aftur í júli á U2 tónleika, og þetta er allt fyrir utan sumarfríið okkar. Þetta verður mikið ferðalagaár...

7.4.05

Hó hó!

Fe með Lindu í bíó í kvöld að sjá The Motorcycle Diaries. Walter Salles, leikstjóri, kynnir myndina. Ætti að verða skemmtilegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?